enþá í fríi

jæja mínir kæru vinir,

ég er enþá í fríi, bjóst nú ekki við að vera svona lengi en sumt kemur á óvart, ég verð semsagt í fríi eitthvað áfram en fer síðan á sjóinn og verð alveg fram að jólum.

vonast til að heyra í sem flestum fram að sjóferð.

kv Eddi


í fríi

jæja kæru vinir,

Þá er eg kominn í smá frí eða svona fram yfir mánaðrmót október nóvember, og verð svo trúlega á sjó fram að jólum. einhver noregsspenna er nú byrjuð að myndast og er það bara hið besta mál.Smile

ég vill því nota tækifærið til að benda öllum þeim sem langar að hitta mig að hafa samband svo hægt se að koma hitting til framkvæmda:)

KV Eddi


jájá, gaman að þessu:-/

jæja kæru vinir, ég veit að ég lofaði að blogga reglulega í síðasta bloggi en ég sveik það, ástæðan er líklega sú að ég er búinn að vera í fríi og er búinn að hitta svo marga að mér fannst ég ekkert þurfa að vera með fréttaflutning á rituðu máli.

En ég er samsagt kominn út á sjó og get ég nú ekki sagt að hlutirnir hérna bryji of vel. við erum semsagt að skemmta skrattanum hérna á íslandsmiðum enþá en mér finnst afskaplega líklegt að við færum okkur á noregs mið annað hvort núna í þessum túr eða strax í næsta. ekki er úr miklu að moða hér þannig að þetta er bara tímaspursmál hvenær við yfirgefum íslandsmið og færum okkur til noregs, þá munum við vissulega landa þar líka.

en ég læt ykkur lesendur góðir vita hvernig málum háttar hérna hjá mér, og hvar við löndum og svona:):)

vona að allir hafi það sem best,

kv Eddi


smá blogg

jæja kæru vinir og kunningjar. vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að setja inn smá fréttablogg um stöðuna, og ætla að reyna að gera það regluglega hér eftir, einhver ritstífla hefur hrjáð mig um hríð en nú skal gjörð á því bragarbót.

við snillarnir á guðmundi erum að reyna við íslensku síldina núna hérna fyrir austan land og komum til með að landa henni á hinum yndislega stað Þórshöfn á langanesi. við hefðum helst viljað vera áfram á makrílnum en svo virðist sem sjávarútvegsráherrann okkar ætli sér að knésetja landið endanlega með vitleysis kvótaniðurskurðum og rugli.

en nóg um það, bið að heilsa í bili.

kv Eddi


Jæja já!!

já kannski að maður noti aðgerðarleysið til að blogga smá og leyfa fólki að vita hvað er að gerast hjá mér. jújú ég skellti mér í kvöldskóla og er að taka 24 metra skipstjórnarréttindi á meðan ekkert er að gerast á sjónum. Það gengur bara vonum framar og er ekki laust við að þetta genetíska skipstjórablóð renni mér í æðum því að eins og allir vita er ég Skipstjórasonur og er að stefna á að feta í hans fótspor í nánustu framtíð.

Ég er náttúrulega enþá á sjónum á Guðmundi VE, og er hann nú staddur uppi á landi..n.t.t. í slipp í Reykjavík þar sem fólk getur borið ferlíkið augaCool

ég hef þetta ekki lengra í bili og vana að allir hafi það sem best,

kveð að Sinni.

Eddi Gjé


Rólegheit á nýju ári:)

Jæja það eru sko aldeilis búnir að vera rólegir fyrstu dagana á nýja árinu, er búinn að vera í fríi síðan 15 desember, og er búinn að nýta tímann vel til að knúsa Lísu:)

annars reikna ég með því að fara næsta túr á sjóinn til að leyfa Frikka Hjöll að hvíla sig smá. Annars er allt mög gott að frétta af mér og vonandi verður það bara þannnig áfram..

Bið að heilsa öllum,

kær kveða Eddi Gjé.


Jájá allir eiga að sætta sig við....

Já svo sannarlega, alveg er það með eindæmum að horfa upp á svínaríið og ógeðið sem á sér stað í þessu landi, það er alveg með ólíkindum að þessi vesæla ríkisstjórn sem er við völd í þessu landi skuli ekki axla neina ábyrgð og sitja sem fastast á alþingi í fínu leðurstólunum sínum og hækka allar mögulegar álögur á almúgan og gera ekkert nema að láta rúnta með sig i fínu bílunum, sem við öll eigum, vera í fínu fötunum sínum og skammast sín ekki fyrir fimmaura, enda eru þeir varla til í landinu eins og staðan virðist vera....

Ég reyni sem minnst að hugsa um þetta en þegar þeir gera svona hluti eins og að hækka bensínverð, tóbak, áfengi og svo hækka skatta í ofanálag við allt hitt, láta vesalingana sem vinna fyrir kaupinu sínu, borga aðeins meira í ríkiskassan til að fleiri missi nú heimilin sín. þetta er greinilega það sem snobbhænsnin á þingi stefna að en ekki laga stöðuna.

Annars er það helst að frétta hjá mér að ég er í síðasta túr fyrir jól, og vona svo sannarlega að hann fari að enda. allir sáttir með gott ár og nú er lag að slútta árinu með stæl og sigla svo ferskir til veiða á nýju ári og gera það en betra en það sem er að líðaCool

ég hlakka til að sjá ykkur öll þegar ég kem í jólafríiið...

KV Herra KjalóInLove


jólin koma:)

Jæja kæru vinir, þá styttist í jólafrí hjá mér og ætla ég að nota það til að slappa reglulega vel af og dunda mér í bílnum(drottninguni) og njóta lífsins. síðan ætla ég að skreyta mjög ótæpilega heima á Kjalarnesi og skora hér með á óla valla í skreytingakeppni, og ég veit að hann kemur fílefldur inn í þá keppniCool

Annars er gott að frétta af okkur hérna á Guðmundi, erum núna á leiðini til Eyja, sem er náttúrulega okkar heimahöfn, en þangað höfum við ekki komið síðan um sjómannadag, og verður okkur örugglega vel fagnað. Þar ætlum við að taka grunnnótina um borð og haska okkur svo inn á breiðafjörð að veiða síld í beitu, sem við löndum í HafnarfirðiSmile, Annars vill ég minna á síðuna hjá Hauk vini mínum Grettis, www.123.is/lifidumbord. hvet alla til að skoða hana reglulega.

Kv. Herra Kjalarnes


Hundur um borð??

Daginn,

þetta verður blogg tileinkað Stjána.

Ég á hundinn Húgó,

sem aldrei er púkó,

Og alltaf svo léttur í lund.

Nú er ég svo glaður,

því það á enginn maður,

Á íslandi tryggari hundLoL

annars er lítið að frétta hjá okkur, erum að toga rétt við austurströndina og það ekki laust við að maður þekki bara hvern einasta fjallstopp sem maður sér.

kv Eddi


Snarvitlaust veður!!!

jæja þá er að koma með eitt morgunfréttablogg...eftir að nótini hafði verið svipt um borð í skipið í gærkvöldi, ákvað Sturla skipstjóri að fresta brottförum þangað til í dag vegna slæmrar veðurspár. Veðrið er nú ekki beint beisið hérna núna og er bara smávegileg hreyfing á skipinu hérna í höfnini á Þórshöfn... auk okkar eru Þorsteinn og Álsey líka hérna inni, og þá er höfnin hérumbil full, stærri er hún ekki en það. svo liggja nokkur skip í vari út á þistilfirði...þ.a.m Júpiter og Hólmfoss, sem er frystiskip eimskips. Vonandi verður farið út í dag, en það fer vissulega eftir veðri.

njótið veðurblíðunar, Eddi


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband