jájá, gaman að þessu:-/

jæja kæru vinir, ég veit að ég lofaði að blogga reglulega í síðasta bloggi en ég sveik það, ástæðan er líklega sú að ég er búinn að vera í fríi og er búinn að hitta svo marga að mér fannst ég ekkert þurfa að vera með fréttaflutning á rituðu máli.

En ég er samsagt kominn út á sjó og get ég nú ekki sagt að hlutirnir hérna bryji of vel. við erum semsagt að skemmta skrattanum hérna á íslandsmiðum enþá en mér finnst afskaplega líklegt að við færum okkur á noregs mið annað hvort núna í þessum túr eða strax í næsta. ekki er úr miklu að moða hér þannig að þetta er bara tímaspursmál hvenær við yfirgefum íslandsmið og færum okkur til noregs, þá munum við vissulega landa þar líka.

en ég læt ykkur lesendur góðir vita hvernig málum háttar hérna hjá mér, og hvar við löndum og svona:):)

vona að allir hafi það sem best,

kv Eddi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband