Snarvitlaust veður!!!

jæja þá er að koma með eitt morgunfréttablogg...eftir að nótini hafði verið svipt um borð í skipið í gærkvöldi, ákvað Sturla skipstjóri að fresta brottförum þangað til í dag vegna slæmrar veðurspár. Veðrið er nú ekki beint beisið hérna núna og er bara smávegileg hreyfing á skipinu hérna í höfnini á Þórshöfn... auk okkar eru Þorsteinn og Álsey líka hérna inni, og þá er höfnin hérumbil full, stærri er hún ekki en það. svo liggja nokkur skip í vari út á þistilfirði...þ.a.m Júpiter og Hólmfoss, sem er frystiskip eimskips. Vonandi verður farið út í dag, en það fer vissulega eftir veðri.

njótið veðurblíðunar, Eddi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband