Hundur um borð??

Daginn,

þetta verður blogg tileinkað Stjána.

Ég á hundinn Húgó,

sem aldrei er púkó,

Og alltaf svo léttur í lund.

Nú er ég svo glaður,

því það á enginn maður,

Á íslandi tryggari hundLoL

annars er lítið að frétta hjá okkur, erum að toga rétt við austurströndina og það ekki laust við að maður þekki bara hvern einasta fjallstopp sem maður sér.

kv Eddi


Snarvitlaust veður!!!

jæja þá er að koma með eitt morgunfréttablogg...eftir að nótini hafði verið svipt um borð í skipið í gærkvöldi, ákvað Sturla skipstjóri að fresta brottförum þangað til í dag vegna slæmrar veðurspár. Veðrið er nú ekki beint beisið hérna núna og er bara smávegileg hreyfing á skipinu hérna í höfnini á Þórshöfn... auk okkar eru Þorsteinn og Álsey líka hérna inni, og þá er höfnin hérumbil full, stærri er hún ekki en það. svo liggja nokkur skip í vari út á þistilfirði...þ.a.m Júpiter og Hólmfoss, sem er frystiskip eimskips. Vonandi verður farið út í dag, en það fer vissulega eftir veðri.

njótið veðurblíðunar, Eddi


Löndun, troll og nótaslagur!!!!

Góðann Dag. síðan á sunnudag hefur löndun, veiðarfærayfirferð og togvíraskipti farið fram um borð í Guðmundi á Þórshöfn. áætlað er að brottför gætu mögulega orðið í kvöld, en einnig hafa farið fram ýmsar viðgerðir og lagfæringar farið fram á skipinu ásamt því að lokahöndin verður lögð á standsetningu krapakerfis sem á að auka frystigetuna. allt er þetta jú kapphlaup við klukkuna og er takmarkinu um að fara fram úr tímanum senn náð. þá reikna ég fastlega með því að Wirgar töfri fram rjómatertu af sveittustu gerðGrin

annars hafði ég það ljómandi gott í inniveruni þó að það hafi verið meira en nóg að gera hjá mér. en það var vissulega gaman og gott að hitta vinina og fjölskylduna. en þangað til ég kem í land næst, þá ætla ég að reyna að blogga soldið reglulega og vel, mér til sómaSmile

Ég vona að þið komið öll til með að njóta lífsins til fulls meðan ég er á sjónum, eða ég ætla alla vega að gera það og mæli með því að aðrir geri það líkaGrin

en þangað til næst, take care now...byebye then

Eddi


Á heimleið

jæja þá er þessi túr senn á enda runninn og gleðjumst við strákarnir á Guðmundi auðvitað yfir því...við erum nú reyndar ekki með alveg fullfermi en samt sem áður er aflaverðmætið þrælfíntSmile

ég ætla aðeins að kíkja heim í landleguni,þarf að brasast smá en er ekki alveg viss um að ég geti hitt marga en reyni þó sem mest...

kær kv Eddi

 


Þetta fer bara á einn veg:)

Eins og faðir minn kommentaði hérna við síðustu færslu þá er þetta bara þolinmæðisvinna og ekkert annað....en þetta líkar mér vel annars væri ég ekki hérna. Mér er nú tjáð hérna að það styttist óðfluga í löndun en nákvæm dagsetning hefur ekki verið gefin út...það kemur allt í ljósSmile Andinn hérna um borð er með besta móti enda er kokkurinn í essinu sínu núna og ber fram franskar kartöflur með öllum mat, mér skilst að það sé ekkert annað til, Gosið er búið og ég á 1 og hálfan sígarettupakka eftir...ég vona að það klárist ekki hjá mér, því að þá er fjandinn lausCrying

en ég hef ekkert meira að segja í bili en ég hlakka til að sjá alla þegar ég kem í land....þangað til næst...Eddi


Hvernig skyldi þetta enda??

Já hvernig skyldi þetta enda...ég meina túrinn sko...þessi túr hjá okkur á Guðmundi er orðinn vægast sagt langur og ekki laust við að menn séu farnir að verða leiðir....en við erum með gott langlundargeð og ýmsu vanir þannig að við tökum þessu þrátt fyrir allt með bros á vör og horfum fram á veginn bjartsýnir og glaðirCool Við vonum að sjálfsögðu að við fyllum allar lestar og frystinn hjá kokknum líka, en einhvern veginn eru menn farnir að vera pínu svartsýnir á að það takist en við vonum það besta, en þeir segja mér strákarnir hérna að það sé alltaf einn svona túr á ári,og það er þegar síldin er á leið heim til Noregs...eftir það þá á þetta að ganga eins og smurtSmile

Haukur félagi minn Laukur norequest kommentaði við síðustu færslu og ég ákvað að láta þessa færslu ekki byrja eins og hina...bara fyrir hannGrin

Og Hjöraður Leifur...Leifaður Hjör: (Hjölli) vinur minn, þú ert vinsamlegast beðinn um að komenta á síðuni ekki við mig beint hérna á göngunumGrin


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband