Hvernig skyldi þetta enda??

Já hvernig skyldi þetta enda...ég meina túrinn sko...þessi túr hjá okkur á Guðmundi er orðinn vægast sagt langur og ekki laust við að menn séu farnir að verða leiðir....en við erum með gott langlundargeð og ýmsu vanir þannig að við tökum þessu þrátt fyrir allt með bros á vör og horfum fram á veginn bjartsýnir og glaðirCool Við vonum að sjálfsögðu að við fyllum allar lestar og frystinn hjá kokknum líka, en einhvern veginn eru menn farnir að vera pínu svartsýnir á að það takist en við vonum það besta, en þeir segja mér strákarnir hérna að það sé alltaf einn svona túr á ári,og það er þegar síldin er á leið heim til Noregs...eftir það þá á þetta að ganga eins og smurtSmile

Haukur félagi minn Laukur norequest kommentaði við síðustu færslu og ég ákvað að láta þessa færslu ekki byrja eins og hina...bara fyrir hannGrin

Og Hjöraður Leifur...Leifaður Hjör: (Hjölli) vinur minn, þú ert vinsamlegast beðinn um að komenta á síðuni ekki við mig beint hérna á göngunumGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Þetta endar vel Eddi minn eins og allir túrar sem farnir eru, bara að taka á þorlinmæðinni og þá hefst þetta

Grétar Rögnvarsson, 8.9.2008 kl. 11:33

2 identicon

Þakka þér fyrir þetta innskot pabbi minn....en eins og þú veist þá á ég of mikið af þolinmæði stundum..þannig að ég er ekkert mjög illa haldinn

Eddi (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 20:33

3 identicon

Hvar þetta endar, vandi er um slíkt að spá.... þó skal ég kíkja íspilin & sjá hvað þau segja ljúfurinn :) En eitt er víst að allt byrjar á byrjuninni & endar á endinum. Það er allavega eitt sem víst er.

Eruði ekki örugglega að gefa þein rétt fóður ? Fiskies. :) Svo skiptir ekki máli hvernig þú byrjar færsluna,heldur bara það eitt AÐ ÞÚ BYRJAR ... Ætla enda þetta "komment mitt" aður en færslan fer að virðast stutt...

Tutilu.. LiljanLitla

LiljanLitla (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband