16.9.2008 | 08:18
Löndun, troll og nótaslagur!!!!
Góðann Dag. síðan á sunnudag hefur löndun, veiðarfærayfirferð og togvíraskipti farið fram um borð í Guðmundi á Þórshöfn. áætlað er að brottför gætu mögulega orðið í kvöld, en einnig hafa farið fram ýmsar viðgerðir og lagfæringar farið fram á skipinu ásamt því að lokahöndin verður lögð á standsetningu krapakerfis sem á að auka frystigetuna. allt er þetta jú kapphlaup við klukkuna og er takmarkinu um að fara fram úr tímanum senn náð. þá reikna ég fastlega með því að Wirgar töfri fram rjómatertu af sveittustu gerð
annars hafði ég það ljómandi gott í inniveruni þó að það hafi verið meira en nóg að gera hjá mér. en það var vissulega gaman og gott að hitta vinina og fjölskylduna. en þangað til ég kem í land næst, þá ætla ég að reyna að blogga soldið reglulega og vel, mér til sóma
Ég vona að þið komið öll til með að njóta lífsins til fulls meðan ég er á sjónum, eða ég ætla alla vega að gera það og mæli með því að aðrir geri það líka
en þangað til næst, take care now...byebye then
Eddi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.9.2008 | 02:24
Á heimleið
jæja þá er þessi túr senn á enda runninn og gleðjumst við strákarnir á Guðmundi auðvitað yfir því...við erum nú reyndar ekki með alveg fullfermi en samt sem áður er aflaverðmætið þrælfínt
ég ætla aðeins að kíkja heim í landleguni,þarf að brasast smá en er ekki alveg viss um að ég geti hitt marga en reyni þó sem mest...
kær kv Eddi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.9.2008 | 22:42
Þetta fer bara á einn veg:)
Eins og faðir minn kommentaði hérna við síðustu færslu þá er þetta bara þolinmæðisvinna og ekkert annað....en þetta líkar mér vel annars væri ég ekki hérna. Mér er nú tjáð hérna að það styttist óðfluga í löndun en nákvæm dagsetning hefur ekki verið gefin út...það kemur allt í ljós Andinn hérna um borð er með besta móti enda er kokkurinn í essinu sínu núna og ber fram franskar kartöflur með öllum mat, mér skilst að það sé ekkert annað til, Gosið er búið og ég á 1 og hálfan sígarettupakka eftir...ég vona að það klárist ekki hjá mér, því að þá er fjandinn laus
en ég hef ekkert meira að segja í bili en ég hlakka til að sjá alla þegar ég kem í land....þangað til næst...Eddi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2008 | 00:30
Hvernig skyldi þetta enda??
Já hvernig skyldi þetta enda...ég meina túrinn sko...þessi túr hjá okkur á Guðmundi er orðinn vægast sagt langur og ekki laust við að menn séu farnir að verða leiðir....en við erum með gott langlundargeð og ýmsu vanir þannig að við tökum þessu þrátt fyrir allt með bros á vör og horfum fram á veginn bjartsýnir og glaðir Við vonum að sjálfsögðu að við fyllum allar lestar og frystinn hjá kokknum líka, en einhvern veginn eru menn farnir að vera pínu svartsýnir á að það takist en við vonum það besta, en þeir segja mér strákarnir hérna að það sé alltaf einn svona túr á ári,og það er þegar síldin er á leið heim til Noregs...eftir það þá á þetta að ganga eins og smurt
Haukur félagi minn Laukur norequest kommentaði við síðustu færslu og ég ákvað að láta þessa færslu ekki byrja eins og hina...bara fyrir hann
Og Hjöraður Leifur...Leifaður Hjör: (Hjölli) vinur minn, þú ert vinsamlegast beðinn um að komenta á síðuni ekki við mig beint hérna á göngunum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.8.2008 | 13:05
bloggleti.is eða hvað....?
Góðann og blessaðan daginn!!!
Fyrir þá sem sýna mér þann heiður að heimsækja þessa síðu eru beðnir velvirðingar á því gríðarlega bloggleysi sem hefur einkennt síðuna um mánaðarbil.....mun nú gerð bragarbót á
Alla vega, þá hefur þetta sumar bara verið skemmtilegt og afdifaríkt hjá mér og ég get ekki neitað því að ákveðnar breytingar hafa átt sér stað í lífi mínu sem kannski ekki verða útlistaðar hér, en þeir sem þekkja mig best vita hvað ég á við Annars er ég bara enþá á sjónum á Guðmundi og er bara mjög sáttur hérna, ég skellti mér til Portúgal með Mömmu og Tony í sumar og það var sko sannarlega indælt að komast aðeins út í heim, enda langt síðann ég hef veit mér þann munað.
ég hef svosem ekkert mikið meira að segja en vill endilega minna á síðuna hjá Guðmundi VE.. www.123.is/lifidumbord
bið að heilsa, kv Eddi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.5.2008 | 07:05
Stopp!!
Jæja kæru vinir, kunningjar og ættingjar
Eftir að fullreynt var að kolmunnaveiðin væri alveg dottin niður var ákveðið að Guðmundur VE yrði stoppaður framm yfir sjómannadag ., eftir það munum við bruna norður í haf og snara upp allri þeirri síld sem við getum og frysta hana til manneldis. að sjálfsögðu hlakkar mig mikið til að prófa það og lít björtum augum fram á við Tímann hérna í landi ætla ég að nota til að hjálpa Mömmu að koma íbúðinni í stand og hafa það gott með félugunum.
ég vona að allir hafi það sem best og vonandi hitti ég sem flesta í landleguni.
bið að heilsa í bili, kv Eddi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2008 | 00:11
á landleið
Jæja þá erum við komnir á landstím, og verðum í landi klukkan 7 í fyrramálið, og ég verð nú bara að viðurkenna að ég varð hálf hissa þegar mér var tjáð það af sjálfum Captain Sturla, að við myndum landa grútarfarminum á ESKIFIRÐI...af öllum stöðum, en alla vega þá fer ég einn túr í frí núna og síðan 2 túra og einn í frí...besta mál...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2008 | 02:31
róður nr.2
jæja þá erum við búnir að skutlast einu sinni inn til eyja og losa okkur við einn kolmunnafarm, 750 tonn af frosnu og 1300 tonn af grút, strákarnir hérna segja mér að vinnslan hafi gengið frekar vel í síðasta túr og það er náttúrulega engum að þakka nema mér...
alla vega þá erum við á útleið aftur núna og vonum að sjálfsögðu að allt gangi vel.
KV Eddi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.4.2008 | 01:37
Jæja, komnir af stað
Jæja þá erum við loksins lagðir af stað frá eyjum í átt að kolmunnaslóð:) Héðan er um rúmur sólahringur í siglingu og ættum við að verða komnir á slóðina um miðja næstu nótt.
Ég er bara svona í fljótu bragði, nokkuð sáttur við mig hérna. Strákarnir hérna um borð eru þrælfínir(flestir á svipuðum aldri og ég) og ég virðist ná að "bonda" ágætlega við hópinn. Skipið er mjög fínt og fer vel með mann, ég hugsa að ég geti átt eftir að kunna ágætlega við mig hérna, ef eitthvað framhald verður á, sem verður vonandi.
en ég hef þetta ekki lengra núna en verð duglegur að skrifa um mitt daglega líf hérna.
kveðjur Eddi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2008 | 03:32
Aftur á sjóinn
Jæja þá hef ég ákveðið að opna nýja Bloggsíðu, svona til að leyfa vinum og vandamönnum að fylgjast með því sem er að gerast hjá mér.
alla vega þá er ég byrjaður á sjónum aftur og ekki með Pabba gamla í þetta skiptið og er það alveg ágætt, maður verður að slíta sig frá gamla snillingnum þótt erfitt sé:):) alla vega líður mér alveg þokkalega vel og hlutirnir virðast vera farnir að ganga aðeins betur:)
ég mun reyna að blogga soldið reglulega hérna til að allir geti fylgst vel með.
kær kveðja Eddi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)